Fjöldi fjölskyldna og fleiri aðrir með börn dreifðu sér vítt og breitt um Hellisgerði á Álfahátíð til styrktar Hugarafli í dag. Búið var að hafa mikið fyrir hátíðinni og merkja garðinn vel og skreyta. Lögð var áhersla á börn og líðan þeirra. Stórir sem smáir létu ekki smá úða og golu stöðva sig og klæddu sig bara vel, enda er alltaf einhvern veginn betra veður í Hellisgerði en annars víða annars staðar í bænum. Fjarðarpósturinn var á staðnum og smellti af meðfylgjandi myndum.