Það var troðfullur salur á jólafundi Félags eldri borgara í Hafnarfirði sem haldinn var í húsnæði félagsins, Hraunseli, snemma á aðventunni. 

Boðið var upp á afar ljúfar veitingar og skemmtilega dagskrá. Séra Stefán Már Gunnlaugsson kom með hugvekju, Gaflarakórinn, kór eldri borgara í Hafnarfirði, söng falleg jólalög við undirleik Kristjönu Þórdísar Ásgeirsdóttur. Þá tóku Björgvin Franz Gíslason, Esther Jökulsdóttir og Pálmi Sigurhjartarson hressileg atriði úr söngleiknum Hnallþórujólum. Fjarðarpósturinn varði ánægjulegri stund með þessum góða hópi og smellti af nokkrum myndum. Þær birtast hér loksins á vefnum.

 

 

Myndir OBÞ