Rithöfundurinn og leikarinn Gunnar Helgason blés til útgáfuhófs fyrir nýju bókina sína, Siggi Sítróna, í Gaflaraleikhúsinu sl. sunnudag. Gestir troðfulltu salinn og nutu skemmtilegrar dagskrár þar sem m.a. Dýrin í Hálsaskógi Reykjanesbæjar fluttu atriði úr sýningu sinni, en Gunnar leikstýrði því verki. Þá las hann upp úr Sigga sítrónu og dró að lokum í happdrætti þar sem hægt var að vinna boli, húfur og bækur. Í anddyri leikhússins var svo boðið upp á kökur og kaffi. Fjarðarpósturinn slóst í hópinn fjölmenna og naut hverrar stundar.