Skipulögð vorhreinsum á vegum Hafnarfjarðarbæjar stendur nú yfir og fram á fimmtudag. Um helgina voru tekin fyrir svæðin umhverfis Lækjarskóla og Setbergsskóla. Fáir mættu, eða alls á þriðja dug, en þau sem tóku þátt eiga heiður skilið fyrir mikinn dugnað og gott framtak. Var aðallega um að ræða fjölskyldur og fólk notaði góða veðrið í að taka til hendinni. Einn viðmælandi Fjarðarpóstins hafði það á orði að einhvern tímann hefðu nú miklu fleiri frambjóðendur til sveitarstjórnarkosninga látið sjá sig á svona viðburði. Þegar búið var að týna og plokka var öllum boðið til grillveislu við Suðurbæjarlaug. Myndir OBÞ. 

 

Dagskráin næstu daga: 

Þriðjudaginn 10. apríl verður vorhreinsun við Víðistaðaskóla starfsstöðina við Víðistaðatún og Engidal. Tekið verður til á skólalóðunum í norður- og vesturbænum frá kl. 16:30-19:00 og endað við Sundhöllina.

Miðvikudaginn 11. apríl verður vorhreinsun við Áslandsskóla og Hraunvallaskóla. Tekið verður til á skólalóðunum, í Áslandinu og á Völlunum frá klukkan 16:30 til 19:00 og endað í Ásvallalaug.

Fimmtudaginn 12. apríl verður vorhreinsun við Hvaleyrarskóla og Öldutúnsskóla. Tekið verður til á skólalóðunum, á Holtinu og Suðurbænum frá kl. 16:30 til 19:00 og endað við Suðurbæjarlaug.