Árlegt Flensborgarhlaup fór fram fyrir skömmu í hvílíku blíðskaparveðri þar sem hlauparar nutu einstakrar náttúrufeguðar Hafnarfjarðar á leið sinni. Töluvert færri þátttakendur voru í ár en í fyrra en alls tóku 234 þátt að þessu sinni. Mótshaldarar töluðu um að í fyrra hefði munað um að aðilinn sem var styrktur hefði auglýst viðburðinn vel. Ágóði hlaupsins í ár rennur til Reykjalundar.

Lagt var af stað frá Flensborgarskóla og vegalengdirnar voru þrjár; 10 km, 5 km og 3 km. Yngsti keppandinn var á 3. ári en sá elsti 77 ára. Efstir í 10 km hlaupi voru Ingvar Hjartarson á 36:03, Logi Ingimarsson á 38:09 og Friðleifur Friðleifsson á 38:11. Fyrst kvenna var Andrea K olbeinsdóttir á 40:23. Efstir í 5 km hlaupi voru Arnar Pétursson á 16:56, Ívar Trausti Jósafatsson á 18:30 og Birgir Rafn Birgisson á 19:22. Fyrst kvenna var Hólfmríður Þrastardóttir á 22:34.

Myndir: Olga Björt.