Í ár verður hlaupið til styrktar Krafti

Flensborgarhlaupið er haldið í sjötta skiptið í ár, þann 27. september. Hver þátttakandi greiðir vægt gjald og rennur allur ágóði af hlaupinu til góðgerðamála. Hægt er að velja um þrjár vegalengdir 3 km, 5 km og 10 km.

Allir sem starfa við hlaupið gefa vinnu sína og rennur ágóðinn þetta árið til Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur.

Samfélagsleg ábyrgð

Álfheiður Eva Óladóttir, mannauðsstjóri Flensborgarskólans

Álfheiður Eva Óladóttir, mannauðsstjóri Flensborgarskólans

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði var fyrsti framhaldsskólinn á landinu til að innleiða hugmyndafræði Heilsueflandi framhaldsskóla og Flensborgarhlaupið fellur vel að þeirri hugmyndafræði.
„Við leggjum áherslu á heilsueflingu í víðu samhengi hér við skólann og viljum stuðla að samkennd og samfélagslegri ábyrgð nemenda. Nemendur skólans taka virkan þátt í undirbúningi hlaupsins og hlaupinu sjálfu,“ segir Álfheiður Eva Óladóttir, mannauðsstjóri Flensborgarskólans í Hafnarfirði og einn skipuleggjenda hlaupsins.

Fjölskylduviðburður

Flensborgarhlaupið er að festa sig í sessi sem fjölskylduviðburður í Hafnarfirði og er reiknað með að 500-700 manns taki þátt í hlaupinu sem hefur orðið fjölmennara ár frá ári.

Eftir hlaupið skapast skemmtileg stemmning í Hamarssal þar sem verðlaun eru veitt auk þess sem fjöldi fyrirtækja hefur gefið vinninga sem dregnir eru úr potti með hlaupanúmerum.

„Umgjörð hlaupsins er orðin talsvert stór og hlaupið vekur mikla athygli. Við erum svo lánsöm að hafa flotta styrktaraðila sem hafa staðið þétt við bakið á okkur en það eru m.a. Arionbanki, Hafnarfjarðarbær, Prentun.is, Sjónarspil, MIA auk fjölda annarra fyrirtækja sem hafa gefið vinninga af ýmsu tagi.
Nú er bara að vona að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir líka,“ segir Álfheiður Eva en hún hvetur alla sem geta til þess að mæta í hlaupið á þriðjudaginn. Hún mælir auk þess með því að fólk skrái sig tímanlega því gjaldið hækki lítillega eftir miðnætti á sunnudaginn.

Skráning og nánari upplýsingar er að finna á flensborgarhlaup.is

Þau ætla að taka þátt í Flensborgarhlaupinu

Andri Ingólfsson

Andri Ingólfsson

Nemandi í Flensborg

Áður í Flb.hlaupi: Já, ég hljóp 5 km í fyrra
Vegalengd 2016: Tek aftur 5 km
Markmið með hlaupinu: bæta tímann frá því í fyrra
Mottó: Ekki gefast upp!

Eva Ósk Gunnarsdóttir

Eva Ósk Gunnarsdóttir

Nemandi í Flensborg

Áður í Flb.hlaupi: Já, ég hljóp 5 km Skemmtileg upplifun!
Vegalengd 2016: 5 eða 10 km
Markmið með hlaupinu: Að ná að klára þetta
Mottó: Ekki er sjórinn sekur þótt fuglinn syndi eigi

Jón Barðason

Jón Barðason

Kennari í Flensborg

Áður í Flb.hlaupi: Ég hef tekið þátt Flensborgarhlaupinu frá upphafi og geri það vonandi áfram næstu árin
Vegalengd 2016: Að venju mun ég hlaupa 10 km
Markmið með hlaupinu: Ég stefni á að vera undir 60 mínútum
Mottó: Horfðu fram á veginn!

Elísabet Rós Birgisdóttir

Elísabet Rós Birgisdóttir

Hlaupahópi Hauka

Áður í Flb.hlaupi: Ég hef þrisvar sinnum tekið þátt í Flensborgarhlaupinu
Vegalengd 2016: Ég ætla að hlaupa 10 km
Markmið með hlaupinu: Hlaupið er mjög skemmtilegt og hentugt til að bæta tímann sinn
Mottó: Mitt lífsmottó er að halda alltaf í gleðina

Hjörtur Pálmi Jónsson

Hjörtur Pálmi Jónsson

Hlaupahópi FH

Áður í Flb.hlaupi: Já, 2014
Vegalengd 2016: 5 km
Markmið með hlaupinu: Að komast heill heim
Mottó: Það sem hefur aldrei gerst getur alltaf gerst aftur
Sonur á mynd: Jón Logi Hjartarson