Lið Flensborgarskóla er komið í úrslit í Mælsku- og rökræðukeppni Íslands (MORFÍs) eftir sigur í viðureign gegn liði Menntaskólans við Hamrahlíð í kvöld. 

Umræðuefni kvöldsins var Himnaríki (af því gefnu að það sé til) og voru liðsmenn Flensborgarskóla með því. Keppnin var haldin í Miklagarði, í húsnæði MH. Lið Flensborgarskóla mætir liði Verzló í lokaviðureigninni.