Árleg flugeldasala Björgunarsveitar Hafnarfjarðar hefst á fimmtudag, 28. desember, og verða sölustaðir þrír; í húsnæði Brettafélags Hafnarfjarðar, á bílaplaninu við Tjarnarvelli í Björgunarmiðstöðinni Kletti við Hvaleyrarbraut 32 með aðkomu frá Lónsbraut.

„Við þurfum á ykkar styrk að halda! Með flugeldasölu fjármögunum við björgunarstarf 365 daga á ári.“ segir á Facebook síðu sveitarinnar.

Opnunartími sölustaða er eftirfarandi: 

fimmtudaginn 28. des frá kl. 10-22

föstudaginn 29. des frá kl. 10-22

laugardaginn 30. des frá kl. 10-22

gamlársdag 31. des frá 9-16

 

Sölustaðirnir: