Í ár eru 100 ár síðan Ísland varð fullveldi. Mikið hefur verið um dýrðir og viðburðir um allt land, af ýmsu tagi, til að minnast þessara tímamóta í sögu þjóðarinnar. Íbúar og starfsfólk Hrafnistuheimilanna tók að sjálfsögðu þátt í hátíðarhöldunum og voru haldnar sex slíkar hjá Hrafnistu á einni viku.

Húsfyllir var á hátíðinni í Hafnarfirði en fullveldisdagskráin, sem fram fór í tali og tónum, var í höndum Guðmundar Ólafssonar leikara, Guðrúnar Ingimarsdóttur sópransöngkonu og Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttir, píanóleikara. Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistuheimilanna flutti einnig ávarp. Í lok dagskrárinnar var öllum boðið upp á kaffi og fullveldistertu. Meðfylgjandi myndir voru teknar á hátíðinni.

 

Myndir: Hrafnista.