Píratar vilja stuðla að öflugri velferðarstefnu með áherslu á valdeflingu og notendamiðaða
þjónustu við íbúa.

Forvarnarstarf er áhrifarík aðferð til skaðaminnkunar og mikilvægur liður í því að koma í veg
fyrir slæmar afleiðingar félagslegra aðstæðna á heilsu, þá sérstaklega geðheilsu.

Forvarnarstarf eykur lífsgæði fólks. Fólk hefur orðið fyrir sviptingum eða áfalli í lífi sínu,
sem leitt hefur til tímabundinnar vanheilsu, atvinnumissis og jafnvel húsnæðismissis.
Píratar í Hafnarfirði vilja að strax sé hugað að forvörnum. Sérstkalega þarf að huga að
þjónustu við börn og eldri borgara t.d. í skólum og heilsugæslum. Sálfræðiþjónusta og
virkniúrræði geta dregið úr þeim fjölda fólks sem lendir í langtímaveikindum.

Stefna Pírata er að standa vörð um réttindi allra og leggja áherslu á að fólki sé veitt aðstoð til valdeflingar
og að íbúar geti nýtt lýðræðisleg og borgaraleg réttindi sín til þess að verða ekki jaðarsettir í
samfélaginu.

Fólk hefur rétt á aðstoð en hún situr á sér og hið opinbera kemur of seint inn í aðstæður sem
gerir ástandið enn verra. Í kjölfarið getur orðið óafturkræfur skaði á andlegri og/eða
líkamlegri heilsu fólks. Fjárhagurinn festist í fátæktargildru og samfélagsþátttakan skerðist í
kjölfarið, jafnvel ævilangt.

Geðheilsa fólks brestur sem veldur ótímabærum dauðsföllum.
Hlutverk sveitarfélags er að tryggja að fjárhagslegt og félagslegt öryggi sé til staðar fyrir íbúa
þegar aðstæður eru þannig að fólk geti ekki tryggt það sjálft. Píratar telja að skilvirkasta
leiðin til að tryggja velferð fólks sé að grípa inn í þessar aðstæður um leið og þörf er á.

Þannig vinna Píratar.

Höf. Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir
Höfundur skipar 1.sæti á lista Pírata í Hafnarfirði