halldorarniFimmtudaginn 27. júlí býður Byggðasafn Hafnarfjarðar í skemmtilega sögugöngu um Kinnahverfið og nágrenni undir leiðsögn Halldórs Árna Sveinssonar. Gengið verður frá horni Lækjargötu og Hringbrautar. Gangan hefst kl. 20:00 og er áætlað að hún taki um eina til eina og hálfa klukkustund.

Hér er viðburðurinn á Facebook. 

Forsíðumynd í eigu Byggðasafns Hafnarfjarðar.