Fjallkonan, 6. mars 1908.Vissir þú að…

Upphaf skipulagðrar íþróttaiðkunar í Hafnarfirði má rekja til haustsins 1894 þegar leikfimiskennsla hófst í Flensborgarskólanum. Í skólaskýrslu segir að „í leikfimi voru æfingar í limaburði, gangi og hlaupum; hreyfiæfingar með höfði, handleggjum og fótum. Stökkæfingar (lengdarstökk og hæðarstökk), klifæfingar á köðlum og stöng. Glímur og sund á þurru.“

Fyrsta íþróttafélagið í Hafnarfirði, Glímufélagið Hjaðningar, var líklega stofnað árið 1905. Heimildir eru um að allt að 60 manns hafi mætt á æfingar þess, allflestir ungir menn í bænum og nokkrir rosknir en æfingarnar fóru fram í Góðtemplarahúsinu. Haustið 1906 byrjuðu skólapiltar úr Flensborg að mæta á æfingar félagsins. Skólastjóri Flensborgarskólans setti þá þrjár reglur sem drengirnir urðu að gangast undir til að fá leyfi til að sækja æfingarnar. Í fyrsta lagi að vera komnir heim fyrir kl. 10 hvert kvöld, í öðru lagi að láta ekki beinbrjóta sig eða setja úr liði og í þriðja og síðasta lagi að láta Hafnfirðinga ekki nota sig fyrir gólfsóp.

Góðtemplarahúsið. Skjáskot af já.is

Góðtemplarahúsið við Suðurgötu. Mynd/Olga Björt