Bæjarlistinn Hafnarfirði hefur skipað fólk í sex efstu sæti fyrir sveitarstjórnarkosningarnar eftir mánuð. Í tilkynningu segir að Bæjarlistinn Hafnarfirði sé stjórnmálaframboð skipað fólki sem vilji hafa jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt. Bæjarlistinn sé óháður stjórnmálaflokkum.

Listinn er á þennan veg:

1. Guðlaug S Kristjánsdóttir sjúkraþjálfari og forseti bæjarstjórnar

2. Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður

3. Helga Björg Arnardóttir tónlistarmaður

4. Sigurður P Sigmundsson hagfræðingur

5. Hulda Sólveig Jóhannsdóttir íþróttafræðingur

6. Tómas Ragnarsson rafvirki