„Okkur er öllum annt um umhverfi okkar og að ásýnd Hafnarfjarðarbæjar sé góð.  Í vor var blásið til hreinsunarátaks þar sem allir voru hvattir til virkrar þátttöku. Nú í september skorum við sérstaklega á fyrirtæki í Hafnarfirði að hreinsa nærumhverfi sitt. Hrein ásýnd heilt yfir hefur áhrif á upplifun viðskiptavina og viðskipti,“ segir tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.

Þar kemur ennfremur fram:
Nýtum okkur þjónustuna – gámar fyrir timbur og járn

Dagana 15. – 6. október eru stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja í  Hafnarfirði hvattir til að rýna í sitt nærumhverfi og taka sérstaklega til hendinni við hreinsun innan lóðarmarka.

Gámum verður komið fyrir á þremur stöðum í Hafnarfirði og eru gámar einkum hugsaðir fyrir losun á timbri og járni frá fyrirtækjum á hverju svæði fyrir sig. Gámar verða á svæðinu í tvær vikur – frá fimmtudeginum 15. september til föstudagsins 6. október. Fyrirtæki eru sérstaklega hvött til að nýta sér þessa þjónustu bæjarins.

Hafnarfjarðarbær vill með þessu stuðla að betri ásýnd iðnaðarhverfa.

Sjá kort með staðsetningu gáma hér