Lionsklúbbur Hafnarfjarðar afhenti Félagi eldri borgara í Hafnarfirði nýverið hjartastuðtæki sem komið hefur verið fyrir í húsnæðinu að Hjallabraut 33. Formleg afhending fór fram í matsal Hjallabrautar og fulltrúi frá HealthCo mætti og sýndi rétta notkun tækisins. Var mál manna að þarna væri afar mikilvægt tæki komið á góðan stað til að auka líkurnar á að hægt verði að bjarga mannslífum. Fjarðarpósturinn mætti og tók myndir. 

Myndir: OBÞ