Lionsklúbburinn Ásbjörn færði fyrir skömmu Björgunarsveit Hafnarfjarðar fjárstyrk, kr. 1.150.000 til kaupa á fjarskiptabúnaði fyrir sleðaflokk sveitarinnar. Búnaðurinn gerir sveitinni kleift að vera í góðu sambandi sín á milli við erfiðar aðstæður sem oftast er í þeirra tilfelli. Einnig eykur búnaðurinn öryggi björgunarsveitarfólks töluvert við leit og björgun og hægt að vera með tvöfalt kerfi í tali og hlustun, bæði Tetra fjarskipti og Whf. Búnaðurinn er fyrir 5 sleða. Félagarnir í Ásbirni notuðu tækifærið og skoðuðu glæsilegu  björgunarstöðuna í leiðinni og fræddust um starfið. 

Að sjálfsögðu var tekin hópmynd.

Forsíðumynd: Sveinn Þ. Þorsteinsson, Gísli Johnsen, Sigurjón Gíslason og Fiðrik Ólafur Guðjónsson.