Dýraverndunarfélag Hafnfirðinga og Óskasjóður Púkarófu afhentu í dag lögregluembættinu örmerkiskanna til að auðkenna t.d. týnd dýr. Gjöfin er liður í dýravernd og er samfélagsverkefni.

Fyrsti skanninn fór á lögreglustöðina á Flatahrauni í Hafnarfirði. Það voru Helga Þórunn Sigurðardóttir formaður og Erna Gunnarsdóttir varaformaður sem afhentu dýraauðkennisskannann kl. 13.30 í dag og Sævar Guðmundsson, varðstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði, veitti honum viðtöku fyrir hönd lögreglunnar.

Mynd: aðsend.