Fjarðarpóstinum áskotnaðist þessi mynd sem því miður er ekki er vitað hvar var upphaflega birt. Á henni eru ungir Hafnfirðingar að tína rusl út tjörninni og okkur fannst hún svo skemmtileg. Ungmennin á myndinni eru öll fædd 1975 og nöfn þeirra frá vinstri: Guðrún Halla Hafsteinsdóttir, Hlynur Sigurðsson, Stefán Karl Stefánsson, Sólveig Sigurgeirsdóttir og Ívar Þórólfsson.

Á þessum tíma var greinilega aðeins byrjað að gera „kanínueyru“ á fólk í myndatökum, eins og heldur betur er orðið þekkt nú á dögum. 🙂