Opnunarhátíð Jólaþorpsins fór fram í kvöld og ekki laust við að bæjarbúar væru komnir í feikna aðventuskap. Súld og dálítið hvassviðri var langt fram eftir degi en svo var það eins og við manninn mælt; rigningin lét sig hverfa á slaginu sex. 

Opnunin hófst með því að félagar úr Lúðrasveit Hafnarfjarðar fluttu nokkur jólalög. Á hæla þeim kom Karlakórinn Þrestir og bættu við ljúfum jólatónum auk þess sem þeir kölluðu unga áhorfendur á svið til að syngja með sér „Í skóginum stóð kofi einn“. Þá tendraði Hafnfirðingurinn Þórhallur Sigurðsson, Laddi, ljósin á jólatrénu á miðju Thorsplani og söng svo lög sem viðstaddir á öllum aldri tóku vel undir. Að lokum kom söngvarinn Jón Jósep Snæbjörnsson, Jónsi í Svörtum fötum, viðstöddum í svaka jólastuð það sem eftir leið dagskrár. Hann fékk einnig „Krakkakór Jólaþorpsins“ á svið til að taka með sér lagið.

20 mínutum síðar var Thorsplanið orðið fullt af fólki. 

Félagar úr Lúðrasveit Hafnarfjarðar gera sig reiðubúna að flytja lög.

Kynnirinn Felix Bergsson og heiðursgesturinn Laddi.

Viðstaddir voru á öllum aldri eins og undanfarin ár.

Þessi bjóða upp á ýmist handverk í einum kofanna, eins og fjöldi manns í ár. .

Þessar líka.

Karlakórinn Þrestir.

Börnin létu ekki segja sér það tvisvar að taka undir með kórnum.

Nýbúið að kveikja á trénu við mikinn fögnuð.

Gamaldags jólaleiki í hávegum hafður undir trénu.

Laddi kominn á svið.

Laddi og Halldór Árni „aðal-bæjartökmaður“.

Jónsi í rauðum fötum.

Krakkahópurinn sem söng með Jónsa.

Myndir: Olga Björt.