Flest getum við verið sammála um að á Íslandi eru lífskjör almennt mjög góð.  Atvinnuleysi er lítið, verðbólga lág og skuldastaða ríkisins og heimilanna í landinu hefur lækkað hratt.  Lægri vaxtakostnað ríkisins eykur svigrúm til þess að auka fé til velferðarmála, heilbrigðismála og samgöngumála.  Sérfræðingar eru sammála um að staða efnahagsmála hafi líklega aldrei verið betri í Íslandssögunni.  En gerðist þetta af sjálfu sér? Er þetta fyrst og fremst ytri aðstæðum að þakka?

Svarið er NEI – réttar aðgerðir og viðbrögð hafa skapað þessa stöðu, unnið hefur verið vel úr hagfeldum ytri aðstæðum.

Grunnstefna Sjálfstæðisflokksins  

Í grunninn stendur Sjálfstæðisflokkurinn fyrir frelsi til orðs og athafna, allir eiga að hafa tækifæri til að láta drauma sína rætast.  Allir eiga að hafa jöfn tækifæri til menntunar og jafnan aðgang að heilbrigðiskerfinu.  Við treystum best hinum vinnandi manni fyrir tekjum sínum og stefnum ávallt af því að halda skattaálögum í lágmarki.

Sjálfstæðisflokkurinn stendur með heimilum í landinu og við leggjum áherslu á aukin lífsgæði.  Það hefur svo sannalega tekist á síðustu misserum.  Eitt dæmi er afnám tolla og vörugjalda.  Í tíð Bjarna Benediktssonar í fjármálaráðuneytinu voru tollar á allar vörur, að búvörum undanskildum afnumdir svo og almenn vörugjöld.  Auk þess sem almennur virðisaukaskattur var lækkaður   Ég vona að flestir hafi fundið fyrir því að þessi aðgerð hafi leitt af sér lækkað vöruverð hér á landi.  Hagfræðistofnun Háskólans hefur nú tekið saman áhrif þessara aðgerða og niðurstaðan er sú að lækkun gjalda hefur skilað sér í vasa neytenda.

Höldum áfram að tryggja góð lífskjör á Íslandi.  Tryggjum Sjálfstæðisflokknum áframhaldandi forystu á þingi.

Bryndís Haraldsdóttir

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi