Fjarðarpósturinn hitti leikararann og metsöluhöfundinn Gunnar Helgason við tökur á kvikmyndinni Víti í Vestmannaeyjum sem er eftir samnefndri bók hans sem kom út fyrir fimm árum. Eins og titillinn gefur til kynna fara tökur fram í Vestmannaeyjum á sama tíma og Orkumótið í fótbolta fer þar fram.

viti_vestmanneyjum_gunni

„Þetta er svo klikkað sko! Ég fæ að meðstýra fótboltasenunum af því ég skrifaði þær. Bragi Þór Hinriksson er samt leikstjórinn og ég reyni að þjóna honum og reyna að ná hans sýn á þetta. Þetta er svona skrýtinn dans þar sem óvissuþátturinn er bolti sem þarf að lenda á ákveðnum stöðum. Og stundum gerist það bara!“

Miklar tilfinningar

Margir öflugir ungir knattspyrnumenn leika í myndinni og þegar Fjarðarpóstinn bar að garði voru það ÍBV og Fálkarnir sem voru að spila fyrsta leikinn á mótinu. „Þetta er stærsti leikurinn í myndinni. Flestar senur eru úr þessum leik og miklar tilfinningar. Við erum ekki bara að taka upp fóbolta, við viljum líka sýna hvernig leikmönnunum líður. Það skiptir öllu máli!“ Í umræddu atriði er aðalsöguhetjan Jón miður sín því hann handleggsbrýtur besta vin sinn og er bara lélegur í leiknum. „Ívar hjá ÍBV er í því að hóta Jóni dauða. Andlegt sko! Og svo er Jón bara alla myndina að jafna sig á þessum leik og ná sér upp á toppinn.“

viti_vestmannaeyjum_gunni

Leiðlegasti maður Íslandssögunnar

Spurður hvernig það er að standa svona á hliðarlínunni sem höfundur bókarinnar, segir Gunnar það vera mjög skrýtið. „Við erum samt búin að æfa þetta í allt vor og þegar ég segi: þetta atriði! þá vita allir hvað ég er að tala um og muna það jafnvel betur en ég. Við breyttum kannski örlítið í vor og ég skrifaði það ekki niður. Ég verð að hrósa einum hérna, Daða Berg, hann man allt! Hann leikur leiðinlegasta mann Íslandssögunnar, Sigga, en hann er sjálfur allt annað en leiðinlegur. Algjör snillingur, eins og þau öll hérna.“

viti_vestmannaeyjum_margret_lara

Baráttan fyrir bættum heimi

Að sögn Gunnars ganga tökur vel og þær klárast um miðjan ágúst. „Við erum búin að vera hérna í viku og það eru aðrar sjö eftir.“ Sjálfur treystir hann Braga leikstjóra til að gera flotta mynd og segist engar áhyggjur hafa af öðru en að það muni takast vel. „Þetta verður goðsagnakennd stórmynd um baráttu barna fyrir bættum heimi fyrir annað barn af því fullorðnir hlusta ekki á það. Baksviðið er fótboltamót,“ segir Gunnar stoltur að lokum.

viti_vestmannaeyjum_gunni_1

Myndir: ÓMS