Hafnfirðingurinn Ingólfur Grétarsson, sem þekktastur er sem snapparinn Gói Sportrönd, geri sér lítið fyrir og laumaði sér inn í Söngvakeppni sjónvarpsins. Eða þannig lítur glænýtt myndband a.m.k. út á YouTube. Myndbandið hefur fengið mikla dreifingu á innan við sólarhring og vakið kátínu margra. 

Í myndbandinu „syngur“ Gói lagið Ave Maria sem tónskáldið Franz Schubert samdi snemma á 19. öld. Eins og reglur söngvakeppninnar kveðja á um má lag sem tekur þátt ekki hafa heyrst áður og er þetta framlag Góa því miður ekki gjaldgengt. Gói fær þó vænt ‘high-five’ fyrir uppátækið og verður áhugavert að fylgjast með hvort myndbandið nái dreifingu og vinsældum. Fjarðarpósturinn hefur áður kynnt Góa.

Eins og margir vita er fyrra kvöld undankeppninnar í Söngvakeppni sjónvarpsins í kvöld og fer fram í Háskólabíói og í beinni útsendingu á RÚV.