Forseti bæjarstjórnar Hafnafjarðar, Guðlaug Kristjánsdóttir, tilkynnti á Facebook síðu sinni í dag að hún sé komin í veikindaleyfi.

Fyrsti varaforseti bæjarstjórnar er Margrét Gauja Magnúsdóttir (S) og annar er Kristinn Andersen (D). Varabæjarfulltrúar Bjartrar framtíðar eru Borghildur Sturludóttir (Æ) og Pétur Óskarsson (Æ), en þau taka ekki hlutverk forseta. Karólína Helga Símonardóttir (Æ) er varamaður Guðlaugar í fjölskylduráði og Einar Birkir Einarsson (Æ) fer í bæjarráð.

Fjarðarpósturinn óskar Guðlaugu góðs bata.