Veðurstofan er búin að gefa út gula viðvörun fyrir morgundaginn, þriðjudaginn 9. janúar.

Vegna mikilla vinda samhliða mikillar hálku er gott að vera vel búin ef við eigum erindi út á milli staða. Vélar bæjarins eru á fullu við að salta og sanda og við munum gera okkar besta að ná að halda í við veðrið sem sveiflast nú mikið á milli hita og kulda. Snöggfrysting og asahláka geta orðið í kjölfar sveiflanna.

Búist er við suðaustan hvassviðri eða stormi fyrst suðvestanlands seint í kvöld og nótt með talsverðri eða mikilli rigningu suðaustanlands á morgun. Því má víða búast við slæmu ferðaveðri og hálku á vegum. Einkum er búist við snörpum hviðum undir morgun á Reykjanesi, undir Eyjafjöllum og við fjöll við sunnanverðan Faxaflóa.