Hafnarfjarðarbær hefur ráðið persónuverndarfulltrúa í fullt starf en staðan var auglýst í byrjun sumars. Í starfið var ráðinn Jón Ingi Þorvaldsson og var hann valinn úr hópi 24 umsækjenda að loknu ítarlegu valferli.

Jón Ingi lauk B.A. og M.A. gráðu í lögfræði árið 2011 frá HÍ. Í námi voru álitaefni og reglur um persónuvernd sérstakt áhugaefni og því tók Jón Ingi fyrir kúrsana Persónurétt I og II, auk heldur sem meistararitgerð hans snéri að réttarsviði Persónuverndar. Ári síðar hlaut Jón Ingi réttindi til málflutnings fyrir Héraðsdómi.

Eftir nám starfaði Jón Ingi hjá Slitastjórn VBS fjárfestingabanka en frá 2012 starfaði hann sem lögmaður hjá Jónatansson & Co lögfræðistofu við almenn lögmannsstörf og málflutning.

Í mars 2017 var Jón Ingi ráðinn til Íbúðalánasjóðs sem verkefnastjóri innleiðingar á breyttri persónuverndarlöggjöf. Meðal verkefna þar voru kortlagning allrar vinnslu persónuupplýsinga, gerð vinnsluskrár, vinnslusamningar, persónuverndarstefna, yfirferð verklagsreglna ásamt öryggis- og viðbragðáætlun. Í því ferli var nauðsynlegt að setja sig inn upplýsingakerfi sjóðsins og öðlast þekkingu á öryggis- og upplýsingatæknimálum en ÍLS nýtur vottunar ISO 27001 öryggis- og upplýsingastaðli.

 

Mynd aðsend.