Hafnfirðingar sigruðu Reykjanesbæ í Útsvari kvöldsins með 67 stigum gegn 64. Úrslitin urðu ekki ljós fyrr en eftir síðustu spurninguna. RÚV greinir frá. 
Lið Hafnarfjarðar skipa þau Guðlaug Kristjánsdóttir, Sólveig Ólafsdóttir og Tómas Geir Howser Harðarson. Það hefur verið skammt stórra högga á milli hjá Tómasi því að hann var þjálfari liðs Fjölbrautaskólans í Garðabæ sem sigraði í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna síðasta föstudag.

Lið Reykjanesbæjar skipuðu þau Grétar Sigurðsson, Helga Sigrún Harðardóttir og Kristján Jóhannsson. Viðureignin í kvöld var sú fyrsta í átta liða úrslitum Útsvars. Eftir sigurinn eru Hafnfirðingar búnir að tryggja sér sæti í fjögurra liða úrslitum.

Mynd: RÚV.