Lið Hafnarfjarðar sigraði lið Kjósarhrepps í Útsvari í kvöld. Einungis munaði tveimur stigum en Hafnfirðingar náðu sér í 61 stig en Kjósarbúar 59. Fulltrúar Hafnfirðinga voru þau Guðlaug Kristjánsdóttir, Sólveig Ólafsdóttir og Tómas Geir Howser Harðarson.
Mynd: RÚV