Lesendum Fjarðarpóstsins stóð til boða að tilnefna Hafnfirðing ársins fram að miðnætti á Þorláksmessu. Sjö aðilar fengu tilnefningar að þessu sinni og eru nöfn þeirra hér í stafrófsröð, ásamt ástæðum tilnefninga.

HÆGT VERÐUR AÐ KJÓSA FRAM AÐ MIÐNÆTTI Á GAMLÁRSKVÖLD MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA Á ÞENNAN HLEKK

 

Frá æfingu.

Björgunarsveit Hafnarfjarðar: 

„Þarna fer fram einstök starfsemi sem felst í undirbúningi fyrir að bjarga eignum og mannslífum. Ég held að fólk geri sér ekki almennilega grein fyrir mikilvægi björgunarsveitarinnar, allt árið um kring.“

 

 

Á stórmóti.

Emil Hallfreðsson, knattspyrnumaður:

„Hann stóð sig svo vel á HM í fótbolta, þar sem hann var valinn einn besti leikmaðurinn hjá íslenska landsliðinu. Einnig fyrir að vera góð fyrirmynd fyrir krakka og Hafnfirðinga, sérstaklega eftir podcastið hjá Snorra Björns þar sem hann segir að það eigi aldrei gefast upp, heldur reyna enn meira á sig og koma sterkari inn þegar tækifæri gefst. Þar vísar hann í hversu lítið hann fékk að spila á EM en kom sterkur inn á HM.“

 

Fyrirlestur í Flensborg.

Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður:

„Gummi sem leitar að týndu börnunum okkar. Hann nær einstöku sambandi við mörg þeirra, sem byggist á trausti og skilningi sem þau jafnvel finna ekki heima hjá sér . Hann er að gera svo miklu meira en starf hans krefst.“

 

 

„Amma Hafnfirðinga“

Guðrún Helgadóttir, rithöfundur:

„Uppáhalds rithöfundurinn minn og barna minna og örugglega stærsta fyrirmynd a.m.k. allra hafnfirskra barnabókahöfunda. Mér finnst Guðrún vera eiginlega nokkurs konar amma Hafnfirðinga.“

 

 

Í einni skólastofunni.

Kristín María Indriðadóttir, fyrrverandi verkefnastjóri Fjölgreinadeildar Lækjarskóla:

„Kærleikur Stínu Maju sem hún hefur sýnt nemendum sínum árum saman, ásamt mátulegum aga og festu, hefur gefið þeim nýja trú á sig. Það hefur verið stórkostlegt að fylgjast með krökkunum hennar stíga mikilvæg skref út í lífið, miklu uppréttari en þegar þau komu til hennar fyrst.“

 

Ásta, Áslaug og Kristjana.

Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar: 

„Þessar mögnuðu og hlýju konur taka á móti einstaklingum og fjölskyldum, berskjölduðum og í mikilli neyð. Það að Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar skuli ekki vera með fast húsnæði í þessum stóra bæ er til skammar.“

 

 

 

Þegar Youtube rásin náði milljón fylgjendum.

Stefán Karl Stefánsson: 

„Hafnfirðingar misstu á árinu einn sinn allra kærustu sona. Stefán Karl skildi svo mikið eftir sig af kærleika og húmor sem heldur áfram að endurspeglast í verkum hans og börnum hans.“