Hafnfirðingar sópuðu til sín verðlaunum á verðlaunahátíðinni SÖGUM í kvöld, en hátíðin fór fram í fyrsta sinn í Eldborgarsal Hörpu. 2000 börn á aldrinum 6-12 ára höfðu kosið það besta á sviði tónlistar, bókmennta, sjónvarps og leikhúss, auk þess sem skapandi börn voru verðlaunuð. RÚV greinir frá. 

Amma best eftir Gunnar Helgason hlaut Bókaverðlaun barnanna, heiðursverðlaun IBBY á Íslandi hlaut Guðrún Helgadóttir fyrir æviframlag sitt í þágu barnamenningar á Íslandi, í flokki tónlistar var B.O.B.A. með JóaPé og Króla valið lag ársins, Fjörskyldan hlaut verðlaun sem fjölskyldusjónvarpsþáttur ársins og Jón Jónsson sjónvarpsstjarna ársins.

Frá lokaatriði verðlaunahátíðarinnar.

Verðlaunin fóru annars á þennan veg:

Smásaga ársins
Bókavandræði – Árni Hrafn Hallsson

Bella og dularfulla mamman – Eyvör Stella Þeba Guðmundsdóttir

Leikrit ársins
Friðþjófur á tímaflakki – Sunna Stella Stefánsdóttir

Tölvuvírusinn – Iðunn Ólöf Berndsen

Útvarpsleikrit ársins
Stelpan sem læstist í skápnum – Silvía Lind Tórshamar

Stuttmynd ársins
Svandís og Ísak – Svandís Huld Bjarnadóttir, Ísak Helgi Jensson og Brynhildur Þöll Bjarnadóttir

Stuttmyndahandrit ársins
Þrjár óskir – Sara Einarsdóttir og Sóldís Perla Marteinsdóttir

Bókaverðlaun barnanna – Besta íslenska bókin
Amma best – Gunnar Helgason

Bókaverðlaun barnanna – Besta þýdda bókin
Dagbók Kidda klaufa – furðulegt ferðalag, Höfundur Jeff Kinney, þýð.: Helgi Jónsson.

Tónlistarflytjandi ársins
Daði Freyr og Gagnamagnið

Lag ársins
B.O.B.A. – JóiPé og Króli

Lagatexti ársins
Hvað með það? – Daði Freyr og Gagnamagnið

Leikið efni ársins
Loforð

Barnasjónvarpsþáttur ársins
Skólahreysti

Fjölskyldusjónvarpsþáttur ársins
Fjörskyldan

Leiksýning ársins
Blái hnötturinn

Leikari/leikkona ársins
Börnin í Bláa hnettinum

Sjónvarpsstjarna ársins
Jón Jónsson

Sögusteinninn
Guðrún Helgadóttir

Hvatningarverðlaun fyrir smásögur:
Gimsteinninn – Jakobína Lóa Sverrisdóttir og Vigdís Magnúsdóttir

Geimveran og vinir hennar – Sara Maren Jakobsdóttir

Hættuspil – Sölvi Martinsson Kollmar

Hliðarheimur ímyndunaraflsins – Kristján Nói Kristjánsson

Myndir: skjáskot af vef RÚV.