Þrír Haukastrákar lögðu af stað í fyrradag með U-19 ára landsliði Íslands í handbolta á heimsmeistaramót sem haldið er í Tbilisi í Georgiu. Þeir heita Andri Scheving, Darri Aronsson og Orri Freyr Þorkelsson. Strákarnir hafa æft vel í sumar með liðinu og fóru m.a. í viku æfinga-  og keppnisferð til Þýskalands í júní. Þeir hefja leik í dag, þriðjudag, á móti liði Japans.

Haukastrákarnir eru allir 18 ára, fæddir ’99. Þeir spila með 3. flokki Hauka og eru núverandi Íslandsmeistarar. Tveir þeirra eru í Flensborg og einn í Versló, en þeir voru allir í Áslandsskóla og eru miklir félagar.

Hér er slóð á mótið fyrir áhugasama.

Meðfygjandi mynd var tekin rétt áður en þeir flugu af landi brott.

 

Uppfærð frétt 8/8:

Íslensku strákarnir unnu í dag Japani í fyrsta leik heimsmeistaramótsins í Georgíu, lokatölur 26-24. Íslenska liðið byrjaði mjög vel komst í 4-0 og 8-2 eftir 10 mínútna leik, en eftir það komust Japanir jafnt og þétt inn í leikinn og jöfnuðu um miðjan seinni hálfleik. Íslensku strákarnir voru sterkari í lokin og unnu 26-24.

Teitur Örn Einarsson var valin maður leiksins, hann skoraði 10 mörk og átti að auki 7 stoðsendingar. En mestu munaði um stórleik Andra Scheving í markinu en hann varði 12 skot á síðustu 20 mínútum leiksins. Þá skoraði Orri Freyr Þorkelsson þrjú mörk í leiknum.