Stórsöngkonan Bryndís Ásmundsdóttir mun heiðra minningu Amy Winehouse 14. september á afmælisdegi Amy heitinnar, í Bæjarbíói. Bryndísi til halds og trausts verður einvala lið 10 íslenskra hljóðfæraleikara, ásamt blásurum og bakröddum.

Amy Winehouse lést langt fyrir aldur fram aðeins 27 ára eins og margar aðrar stjörnur í þessum bransa af völdum áfengisneyslu og fíkniefna. Hún skaust hratt upp á stjörnuhiminn en hennar líf var ekki dans á rósum. „Ég sá heimildarmyndina Amy og mér féllust hendur yfir því hversu stórkostleg manneskja hún var og hæfileikarík. Þessi mynd var til þess að mig langaði að heiðra hana með einskonar tónleikasýningnu þar sem ég segi frá hennar stuttu ævi og við munum spila hennar bestu lög. Þetta er í annað sinn sem Byndís heiðrar Amy í Bæjarbíói en hún kom fram í maí sl. fyrir fullu húsi. „Stemningin þá var rafmögnuð og því ákváðum við að endurtaka leikinn,“ segir Bryndís sem hlakkar mikið til.

Hljómsveitina sem spilar með Bryndísi skipa Ingi Björn Ingason (bassi), Ingó Sig (trommur), Birkir Rafn Gíslason (gítar), Sara Blandon Pennycook (bakrödd), Kristín Inga Jónsdóttir (bakrödd), Sólveig Moraváek (saxófónn), Elvar Bragi Kristjónsson (trompet), Albert Sölvi Óskarsson (tenór sax) og Stefán Örn Gunnlaugsson (hljómborð).

Miðar á viðburðinn fást hér.