Helgileikir eru vinsæl hefð hjá grunnskólum víða um land og eru hafnfirskir skólar þar engin undantekning. Fjarðarpósturinn var viðstaddur tvo slíka af fjórum sem fram fóru um síðustu helgi í Víðistaðakirkju. Fjórðu bekkingar Víðistaðaskóla sáu um kórsöng og fimmtu bekkingar skipuðu hlutverk söguhetjanna í jólaguðspjallinu og englakórinn. Öll stóðu þau sig með prýði og stemningin var afar falleg. 

Myndir/OBÞ