Systkinin Sigyn, Signý og Óskar Eiríksbörn, ásamt föður sínum Eiríki Óskarssyni og Jóni Tryggvasyni og lögðu saman í púkk og veðjuðu sannarlega á réttan hest árið 2000 þegar þau stofnuðu fjölskyldufyrirtækið Leikhúsmógulinn (Theatre Mogul). Sama ár hóf fyrirtækið fyrstu framleiðslu sína, leikritið Hellisbúann, í Þýskalandi. Það hefur heldur betur undið upp á sig því í dag er Hellisbúinn sýndur á 4000 stöðum á heimsvísu og hefur hlotið fjölda verðlauna og er nú búin að flytja höfuðstöðvar sínar í gamla sjálfstæðishúsið við Strandgötu. Við spjölluðum aðeins við Óskar um ævintýrin.  

Hellisbúasettið í Johannesarborg í Suður Afriku, þar hefur Hellisbúinn gengið í 20 ár.

„Við sáum Hellisbúann hér á landi og ákváðum að fá réttinn í Þýskalandi, Hollandi og Austurríki. Fórum svo út og sýningin var opnuð í Berlín í ágúst 2000 og sýnt var fyrir fullu húsi í fjórar vikur og síðan var bein leið upp á við. Vorum komin í u.þ.b. 1200 sýningar á ári,“ segir Óskar og viðurkennir reyndar að það hafi verið hörkumál að finna fólk í Þýskalandi til að taka þátt og trúa á verkefnið. „Mágur minn, Jón Tryggvason, fór bara á fullt og Þjóðverjunum leist ekkert á þetta fyrst fyrir markaðinn þar. Svo fundum við mann sem rekur gamla strætóstöð og er tónleikastaður í dag fyrir 2000 manns. Þetta var í raun bara einn stór geimur þar sem strætisvagnafyrirtækið lagði vögnunum á næturnar á árum áður, en stóð tóm. Við þurftum að loka af hluta rýmisins með tjöldum þar sem húsið var hrátt og alltof stórt,“ segir Óskar.

Óskar Eiriksson framleiðandi á rauða dreglinum á Tony Awards NY. 

4000 sýningar á ári

700 sætum var síðan komið fyrir og leikarinn lék á gólfinu fyrir framan áhorfendur. Fjórar vikur voru bókaðar og salan fór hægt af stað. Orðsporið barst hins vegar hratt og það var uppselt síðustu vikuna. Síðan þá er búið að selja meira en fimm milljónir miða þar og voru, þegar hæst var, 18 leikarar að leika Hellisbúann og um 1200 sýningar á ári í 64 mismundandi borgum og bæjum í Þýskalandi. „Við köllum þetta túrinn endalausa,“ segir Óskar og hlær. Á heimsvísu er að meðaltali um 4000 leiksýningar á ári.

Kevin Burke með borgastjóra Vegas þar sem var haldin sértakur Hellisbúadagur í tilefni þess að Hellibúinn væri orðin lengst keyrða sýning þar í borg. 

Söngleikur um Friends

Eftir að hafa slegið í gegn í Þýskalandi fór hópurinn með verkið til annara Evrópulanda og endaði síðan á að kaupa heimsréttinn á þessum vinælasta einleik allra tíma í leikhússögunni. „Við höfum nú verið með uppsetningar í 53 löndum og 29 ólíkum tungumálum,“ segir Óskar, sem hefur einstaklega blítt, æðrulaust og yfirvegað fas. „Við höfum annað slagið einnig framleitt á Broadway. Nýjasta hitt sýningin okkar þar núna er Friends the musical (úr sjónvarpseríunni frægu), sem gengur nú fyrir fullu húsi og slógum við perónulegt met í forsölu á einum degi með þeirri sýningu í New York. VIð létum semja allt verkið og við framleiðum. Tókum bara áhættu og settum ‘deadline’ en þetta þurfti að fara í sölu áður en leikritið var tibúið. Samt vorum við komin á núllið áður en handritið var tilbúið, það var svo mikil eftirspurn eftir miðum.“

Tekið úr sæti inni í Radio City NY frá Tony Awards – Groundhog Day fékk 7 tilnefningar. 

Óskar og leikarinn Christian Slater í opnunarpartýi Groundhog day á Broadway.

Lykillinn að hlusta á sjálfan sig
Leikhúsmógúllinn í dag er með stærri leikhúsframleiðslufyrirtækjum í heimi og hafa sýningar þeirra hlotið fjölda tilnefninga og unnið til margra verðlauna, m.a. Hellisbúinn, Silence! Musical og Groundhog day the musical. „Við erum með skrifstofur í New York, Berlín og nú í Hafnarfirði. Í hópinn er kominn Torfi Geir Hjartarson, markaðsstjórinn okkar.“ Hvað þarf meira en einbeitt hugarfar til að láta svona drauma rætast? „Það þarf smá brjálæði líka og hlusta á sjálfan sig en ekki það sem aðrir segja. Það var engin ástæða að halda að Hellisbúinn myndi ekki virka annars staðar en hér á landi. Um að gera að láta bara vaða því það kemur allt í ljós,“ segir Óskar, en fyrirtækið er einnig að fara að sýna grínsöngleik um Silence of the lambs í leikhús í London sem Andrew Lloyd Webber á.

Tim Minchin höfundur Groundhog Day og Mathilda m.a. og Óskar. 

Óskar og Seth Greenleaf meðframleiðandi Groundhog Day á Time Squere.

Jóel Sæmundsson hefur slegið í gegn sem nýjasti íslenski Hellisbúinn. Mynd: OBÞ.

Við þetta er að bæta að viðtökur á nýjustu útgáfu á íslenska Hellisbúanum, sem Jóel Sæmundsson leikur, hafa gengir afar vel. „Það þurfti að byggja þetta upp því Jóel er frekar nýtt andlit. Okkur langaði að fá ungan flottan strák í þetta og meiri orku og hann var tilvalinn og hefur staðið sig rosalega vel. Við breyttum sviðsmyndinni og sögunni. Það er búið að vera erfiðast að velja efni úr því Jóel hefur gert svo margt sem virkar. Algjörir gullmolar,“ segir Óskar. Næstu sýningar á Hellisbúanum í Bæjarbíói eru 16. og 17. febrúar.

Á frumsýningu Helliskonunnar í Aþenu, Grikklandi. 

Óskar og framleiðsluteymi Hellisbúans í Columbíu. 

Forsíðumynd/OBÞ: tekin fyrir utan gamla sjálfstæðishúsið. Eiríkur og börnin hans sem stofnuðu fyrirtækið.

Næstu sýningar á Hellisbúanum í Bæjarbíói eru 16. og 17. febrúar og hægt er að nálgast miða hér