Fyrirtækið Íshestar er staðsett við Sörlaskeið rétt utan við Kaldárselsveg hér í bæ. Íshestar voru stofnaðir árið 1982 og er því eitt elsta starfandi félag í þessari grein hérlendis, er þekkt vörumerki og hefur verið leiðandi á markaðnum. Íshestar bjóða upp á sívinsæl námskeið sem heita Hestur í fóstur. Við kíktum í heimsókn og skoðuðum aðstæður.

Margrét Gunnarsdóttir, sem sér um rekstur hesthúss, og dóttir hennar Embla Eir Stefánsdóttir.

Glæsileg Hestamiðstöð Íshesta var opnuð árið 2000. Námskeiðin Hestur í fóstur eru upplögð fyrir börn sem hafa áhuga á hestum en hafa ekki hest né aðstöðu til að fara á hestbak. Betra er að börnin hafi áður á reiðnámskeið og geti verið svolítið sjálfbjarga með að leggja á hestinn sinn. Að taka hest í fóstur getur verið góður undirbúningur ef áhugi er fyrir því að skella sér í hestamennsku. Börnin sjá um að kemba „sínum“ hesti, leggja á og fara í útreiðatúr. Einnig taka þau þátt í almennri umhirðu hestanna, t.d. setja sag í stíur, hreinsa gerði og gefa.

Embla Steinvör er ansi vön verkunum þarna. 

Þaulreynt starfsfólk

Þetta er liður í því markmiði að kynna fyrir börnum hvað felst í því að eiga hest. Íshestar vilja taka fram að ekki er um að ræða reiðkennslu undir stjórn menntaðs reiðkennara en þátttakendur fá góða leiðsögn og þeim verður leiðbeint af þaulreyndum starfsmönnum, fá góða innsýn inn í heim hestamennskunnar og öðlast mikilvægan skilning á því að hestamennska er ekki bara fólgin í því að hoppa í hnakkinn og ríða út. Aldurstakmark er 9 ára og um er að ræða 12 skipti. Námskeiðið hefst 18. febrúar og verður til 27 maí (sunnudagar, ekki á rauðum dögum). Verð er kr. 45.000 og veittur er 10% systkinaafsláttur. Pantanir eru teknar í síma 555-7000 eða í netfangið: info@ishestar

Myndir: Olga Björt.