Tónleikahátíðin Hjarta Hafnarfjarðar fór fram um þarsíðustu helgi og var gríðarleg ánægja með framtakið og Bæjarbíó vel sótt öll þrjú kvöldin. Páll Eyjólfsson, einn skipuleggjenda og faðir hátíðarinnar, hefur látið eftir sér fara að hún munu verða árleg. Ljósmyndari Fjarðarpóstins, Eva Björk, var á staðnum á fimmtudagskvöldinu og tók þar meðfylgjandi myndir. 

Þór Bæring og Hulda. 

Séð yfir salinn.

Jón Jónsson í einni af sínum svaðalegu innlifunum. 

Áhorfendur líka. 

Bjartmar Guðlaugsson hafði engu gleymt. 

Bo Halldórsson mætti með nokkra alþekkta slagara. 

Þarna gerðist eitthvað rosalega fyndið. 

Áhorfendur létu vel í sér heyra. 

Friðþjófur Helgi, Andri, Bergrún Íris og Rósa. 

Valdimar og hljómsveitin Valdimar heilluðu viðstadda með sinni einstöku tónlist.