Hafnarfjörður varð í gær eitt af fyrstu sveitarfélögunum landsins til að setja upp hraðhleðslustöð fyrir rafbíla en stöðin er staðsett við verslununarmiðstöðinni Fjörðin. Hún er 50 kílóvött í hraðhleðslu og 22 kílóvött í hæghleðslu.

Stöðin er tengd við hugbúnaðarkerfi Ísorku þannig að notendur hennar geta fylgst með eigin raforkunotkun í gegnum vefsíðuna www.isorka.is og Ísorku-appið. Gott aðgengi er fyrir hreyfihamlaða við stöðina.  Stöðin og uppsetning hennar er fjármögnuð með styrk frá Orkusjóði. Í fyrstu verður ókeypis að hlaða rafbíla í hleðslustöðinni en gert er ráð fyrir mögulegri gjaldtöku á síðari stigum.

Á myndinni eru þær Helga Stefánsdóttir, forstöðumaður framkvæmda- og rekstrardeildar og Helga Ingólfsdóttir formaður Umhverfis- og framkvæmdaráðs.  Mynd: Hafnarfjarðarbær.