Hafnfirðingurinn Hrafnhildur Lúthersdóttir lenti í 5. sæti í 50 m bringusundi á EM í 25 m laug í Kaupmannahöfn í dag. Hrafnhildur synti á 30,03 sek. í úrslitunum. Hún jafnaði Íslandsmetið sem hún setti klukkutíma fyrr í undanúrslitunum.

Fyrir daginn í dag var Íslandsmet Hrafnhildar 30,42 sek., þannig að hún bætti metið sitt í dag um alls 39 hundraðhlusta úr sekúndu. Hún synti á sjöunda besta tíma allra í undanrásunum í morgun og á sjötta besta tímanum í undanúrslitunum og varð svo fimmta í úrslitunum í kvöld.

 

Mynd í eigu Hrafnhildar úr viðtali í Fjarðarpóstinum í fyrra.