Árlegt púttmót bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og íbúa og starfsmanna Hrafnistuheimilisins í Hafnarfirði fór fram í byrjun vikunnar. Skemmst er frá því að segja að fulltrúar Hrafnistu gjörsigruðu bæjarstjórnina og hafa gert síðan árið 2009.

Leikar fóru þannig Inga Pálsdóttir sigraði í kvennaflokki með 33 höggum, Ingveldur Einarsdóttir varð í 2. sæti með 34 högg og Ingibjörg Hinriksdóttir í því þriðja með 35 högg.

Í karlaflokki sigraði Friðrik Hermannsson með 34 höggum, Pétur Magnússon forstjóri varð í 2. sæti með 35 högg og Ragnar Jónasson í þriðja sæti með 36 högg.

Á hverju ári eru einnig veitt verðlaun fyrir „bestu nýtingu vallar“ og þau komu í hlut bæjarstjórnarfulltrúans Elvu Daggar Ásudóttur Kristinsdóttur.

Hirðljósmyndari Hrafnistu, Hreinn Magnússon, tók þessar fallegu myndir. Ritstjóri/ljósmyndari Fjarðarpóstsins var plataður í lið bæjarstjórnarinnar (og gerði sitt besta).