Sköpunargleði, hreyfing, fræðsla og innlifun voru orðin sem komu upp í hugann þegar litið var við á glæsilegum Hraunvallaleikum sem fram fóru í samnefndum skóla rétt fyrir páskafrí skólanna. Nemendum var raðað í 60 hópa sem flökkuðu á milli jafn margra stöðva og kynntu sér ýmislegt fjölbreytilegt sem þar fór fram. Við fengum að trufla aðeins og smella af nokkrum myndum.

Myndir OBÞ