Okkar fólk í framboði til Alþingis

Fjarðarpósturinn hafði samband við þá Hafnfirðinga sem skipa efstu sæti á framboðslista hvers stjórnmálaafls fyrir sig og þeir kynna sig og stefnu síns flokks í næsta tölublaði og í síðustu viku.

 

Það er margt sem gerir líf fátæks fólks hér á höfuðborgarsvæðinu erfitt. Líklega er óhætt að segja að af þeim málum sé húsnæðisverðið það stærsta, af því að húsnæðiskostnaður er langstærsti útgjaldaliðurinn hjá fátæku fólki.

Eitt höfuðatriðið sem Alþýðufylkingin setur fram í þessum kosningum er: Húsnæði fyrir alla, án vaxtaklyfja. Hvað þýðir það?

Eins og allir vita er meira en helmingurinn af húsnæðisverðinu vextir af lánum. Það gildir líka um húsaleigu. Við viljum að allir eigi rétt á láni fyrir hóflegu húsnæði, án þess að það séu teknir vextir af því. Við viljum koma á félagslega reknu fjármálakerfi, þar sem ríkið leggur til höfuðstólinn og lánar vaxtalaust. Og fyrir þá sem vilja frekar leigja, viljum við félagslegt leigukerfi. Það mundi þýða að húsnæðiskostnaðurinn gæti lækkað um meira en helming og við það er hægt að spara mikið. Það sem við spörum er svo hægt að nota í eitthvað gáfulegra, eins og heilsu, menntun eða bara meiri frítíma.

Húsnæði er ein af grunnþörfunum. Það eru mannréttindi að eiga þak yfir höfuðið. Og það er miklu ódýrara fyrir alla að við hjálpumst að. Það þarf ekki einu sinni hugsjónir til þess.

Hagsmunirnir tala sínu máli.

Erna Lína Örnudóttir Baldvinsdóttir skipar 1. sæti á lista Alþýðufylkingarinnar í Siðvesturkjærdæmi.