Líf og fjör var á kosningaskrifstofum framboðsaflanna átta sem bjóða fram krafta sína í bæjarstjórnarkoningunum í Hafnarfirði þetta árið. Fjarðarpósturinn kíkti við og tók púlsinn á oddvitum, öðrum frambjóðendum, stuðningsfólki og öðrum gestum.

Í samtali við fólkið kom m.a. fram að algengt væri að ungt fólk færi á milli kosningaskrifstofa til að kynna sér endanlega málin áður en haldið var á kjörstað. Margir vildu hitta manneskjurnar í bæklingunum sem höfðu verið sendir heim og upplifa nærveru þeirra. Að baki hverju framboði er mikil vinna og mikið hefur gengið á, eins og oft fylgir kosningabaráttu.

Bæði frambjóðendur flokkanna átta og Fjarðarpósturinn hvetja alla kjörbæra Hafnfirðinga til að drífa sig á kjörstað og nýta atkvæði sitt.

Hér eru myndir af þeim sem voru á staðnum það og það sinnið og myndirnar eru í starfrófsröð bókstafa framboðanna. Kjörstaðir eru opnir til kl. 22.

Framsókn og óháðir (B).

Fulltrúar Viðreisnar (C).

Sjálfstæðisflokkurinn (D).

Bæjarlistinn (L).

Miðflokkurinn (M).

Píratar (P).

Samfylkingin (S).

Vinstri græn (V).

Myndir/OBÞ