17_júní_evaTranskonan Eva Ágústa Aradóttir tók að sér hlutverk fjallkonu á 17. júní á vegum Hafnarfjarðarbæjar og Fjarðarpósturinn heyrði örstutt í henni fyrir stóra daginn.

„Hafnarfjarðarbær vildi fá transkonu og mér fannst það æði og gaman að bærinn skuli leita til kvenna eins og mín og um leið senda þau skilaboð að íslenska konan er allskonar.“ Eftir því sem Eva Ágústa best veit er hún fyrsta transkonan sem fæ þennan heiður á Íslandi. Hún þekkti  höfund ljóðsins, Bryndísi Björgvinsdóttur, ekki en finnst það afar fallegt. Aðspurð segist Eva Ágústa vera í leyfi frá vinnu til þess að vinna í sjálfri sér en er lærð ljósmyndari og vonast til þess að geta farið aftur að vinna við það. „Eins og er bý ég hjá foreldrum mínum hér í Hafnarfirði en erfitt hefur verið að fá annað húsnæði eftir að ég flutti úr norðurbænum en annars er ég alin upp að mestu í Hafnarfirði.“

Þjóðhátíðarljóð/Ávarp fjallkonu í Hafnarfirði 2017

Viltu enn
teikna í Lækinn
sólarljós
og jökulsorfinn Hamar,
máv og svan – andlit okkar.

Viltu enn
vefa í hafið
bæinn minn
og í bláan fald þinn,
fisk og bát – dagana okkar.

————

Ekki aðeins eitt fjall,
ein heimsókn
eða eitt stakt örnefni.
Heldur heilt landslag,
þúsund brautir
og enn fleiri dvalarstaðir.

Við sem spjöllum við hraunið
eigum samskipti á skrýtnu tungumáli
sem aldrei verður lýst á blaði.

Hraunið kennir okkur allt um þolinmæði,
gefur í skyn; að sálin sé ekki í líkamanum,
– heldur sé líkaminn á sálinni –
að sálin sé það – margbrotin og allskonar.
Og að þannig haldi lífið áfram
í heilu landslagi, þúsund brautum – og enn fleiri dvalarstöðum.

Viltu enn
sverfa í hraunið
vistkerfi
og í mosa og lyng,
landslag og minningar – líkama okkar.

Bryndís Björgvinsdóttir

13

 

Myndir og viðtal: Olga Björt.