Hafnfirski tónlistarmaðurinn, knattspyrnuhetjan og hagfræðingurinn Jón Ragnar Jónsson mun ganga að eiga unnustu sína, Hafdísi Björk Jónsdóttur, þann 1. júlí næstkomandi. Vinir Jóns og bróðir, Friðrik Dór, komu honum á óvart föstudaginn 9. júní og án þess að fara í smáatriði þá gefur Jón okkur smá hugmynd um hvernig hann varði deginum í eftirfarandi vísu:

Friðgeir, flug og formúla.
Veisluhöld og vinátta.
Stjórnun, spinn og steggurinn
á minningabankann leggur inn.

(Birt með góðfúslegu leyfi Jóns)

Jón Jónsson