Hafnfirðingurinn Jón Jónsson verður umsjónarmaður nýs þrauta- og skemmtiþáttar, Fjörskyldan, sem hefur göngu sína í október á RÚV.
Þátturinn verður sýndur á laugardagskvöldum í vetur og í honum etja fjölskyldur og vinir þeirra kappi hver við aðra í fjölbreyttri þrauta- og spurningakeppni þar sem reynir á hugvit, snerpu, húmor og skemmtilegheit.

„Tilgangurinn með svona þætti er að fá alla fjölskylduna saman fyrir framan sjónvarpið, til að horfa, gleðjast og tala saman. Jafnvel þannig að það sé eitthvað sem hægt er að spreyta sig á heima,“ segir Jón í samtali við RÚV.

Mynd: Af vef RÚV.