Fólkið, fyrst og fremst – höfum við í Framsókn og óháðum sagt í þessari kosningabaráttu. Það þýðir að allir bæjarbúar þurfi að hafa jöfn tækifæri og möguleika til þátttöku í samfélaginu. Við leggjum áherslu á að velferð fjölskyldunnar sé höfð að leiðarljósi í þjónustu við bæjarbúa. Við höfum á að skipa einstaklega öflugum lista sem hefur mikla þekkingu og fólk sem kemur víða af úr samfélaginu.

Skólastjórinn í baráttusæti

Um leið og ég þakka ykkur kærlega fyrir hlýjar móttökur í kosningabaráttunni, óska ég eftir þínum stuðningi á laugardaginn. Samkvæmt könnunum munar litlu á að Valdimar Víðisson, skólastjóri Öldutúnsskóla, fái sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Við munum vinna af ábyrgð og festu í samstarfi við önnur framboð. Við erum sterkari saman.

Ágúst Bjarni Garðarsson,
Oddviti Framsóknar og óháðra