Eldhressar, hláturmildar og margar léttvínslegnar skvísur gengu á milli verslana og veitingastaða sem voru með opið til níu sl. föstudagskvöld. Tilefnið var Konukvöld við Strandgötu. Konunum var vel tekið og með góðri þjónustu, tilboðum og sums staðar voru veitingar. Fjarðarpósturinn kíkti við.