Hönnun og undirbúningur að byggingu knatthúss í fullri stærð knattspyrnuvallar hefst í byrjun næsta árs eftir að bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti að gera samkomulag við Hauka um hönnun og undirbúning byggingar knatthúss að Ásvöllum.

Eins og sjá má á tölvumynd af Facebook síðu Haukanna af fyrirhugaðri byggingu verður um að ræða glæsilegt mannvirki sem sóma mun sér vel við hlið þeirra vönduðu bygginga sem byggðar hafa verið á Ásvöllum.

Fram kemur á síðunni að Haukar munu bjóða til opins kynningarfundar fyrir íbúa í nágrenni Ásvalla um áform Hauka í desember. Hann verður þá væntanlega auglýstur sérstaklega síðar.