Okkar fólk í framboði til Alþingis

Fjarðarpósturinn hafði samband við þá Hafnfirðinga sem skipa efstu sæti á framboðslista hvers stjórnmálaafls fyrir sig og þeir kynna sig og stefnu síns flokks í næsta tölublaði og í síðustu viku.

 

Skerðingar á skerðingar ofan hafa leitt til þess að þorri eldri borgara eru fastir í fætæktargildru.

Ævisparnaðurinn í lífeyrissjóðum skerðir lífeyri frá Tryggingastofnun. Eldri borgarar sem vilja vinna eru skertir. Lífeyrir eldri borgara hefur ekki fylgt lágmarkslaunum. Svipuð staða er hjá öryrkjum.

Þessu skal breytt svona:

-Tryggt skal að lágmarkslífeyrir fylgi lágmarkslaunum.

-Dregið skal úr skerðingum á lífeyri strax.

-Tryggja að atvinnutekjur skerði ekki lífeyrisgreiðslur.

-Greiða þarf fyrir sveigjanlegum starfslokum.

.Það er óhagkvæmt fyrir samfélagið að fara á mis við reynslu og þekkingu þeirra sem hafa hvað mest af henni. Fái þeir sem þess óska að vinna lengur ýtir það undir verðmætasköpun og dregur úr þörf fyrir tímabundið vinnuafl og dregur þannig úr húsnæðisþörf. Fólk sem hættir að vinna fyrr en ella hættir að greiða skatta fyrr en ella.

-Afnema skal virðisaukaskatt af lyfseðilskyldum lyfjum.

Það sparar eldri borgurum og sjúklingum fé og dregur úr útgjöldum sjúkrahúsanna.

-Tryggt skal að persónuafsláttur fylgi verðlagsþróun

-Fjölga skal þjónustuíbúðum og hjúkrunarheimilum.

Forystumenn Miðflokksins hafa sýnt að þeir framkvæma það sem þeir lofa. Ef þú vilt tryggja að ráðist verði í þessar breytingar merkir þú við M-listann, Miðflokkinn í kosningunum á laugardaginn.

 

Sigurður Þ. Ragnarsson skipar 6. sæti M-listans, Miðflokksins í SV-kjördæmi.

Miðflokkurinn.is