Bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Janus Guðlaugsson undirrituðu fyrr í janúar samstarfssamning sveitarfélagsins við Janus Heilsueflingu slf, til eins og hálfs árs, í tengslum við heilsueflingu allt að 160 íbúa Hafnarfjarðarbæjar á aldrinum 65 og eldri. Um er að ræða þolþjálfun sem fer fram einu sinni í viku í ýmsum stöðum í bænum en í dag verður haldin kynningarfundur í Hraunseli við Flatahraun n.k. kl. 14.00. Á fundinum gefst fólki einnig tækifæri til að skrá sig til þátttöku.

Upphafið að þessu verkefni er doktorsverkefni Janusar Guðlaugssonar, PhD-íþrótta- og heilsufræðings; Multimodal Training Intervention – An approach to Successful Agingsem má þýða sem Fjölþætt heilsurækt – Leið að farsælli öldrun.  Sambærilegt verkefni hefur verið í gangi síðan í vor í Reykjanesbæ með frábærum árangri. Mælingar hafa sýnt fram að þátttakendur hafa náð að losa sig við einkenni sykursýki B og þá var dæmi þess að þátttakandi gaf göngugrindina sína í þarfari verkefni um jólin þar sem hann var ekki lengur bundinn notkunar á henni eftir hálfs árs þátttöku í verkefninu.

Hver og einn þátttakandi fær einstaklings miðaða æfingadagkrá sem gerð verður í kjölfar mælinga á þreki, styrk og líkamlegs ástands hvers og eins. Æfingar fara fram í fámennum hópum undir leiðsögn fagfólks. Auk þol og styrktaræfinga verður þátttakendum einnig boðið uppá fyrirlestra er snúa að hollu mataræði og lífsstíl. Samningurinn er liður í áherslu sveitarfélagsins í þá veru að hvetja og efla íbúa sína til hreyfingar og hollra lífshátta.

Hér erum við að tala um forvarnarleiðina með það markmið að draga úr þörf á aðstoð heilbrigðiskerfisins eins og kostur er. Þessa nálgun þarf hið opinbera og sveitarfélögin að fara að skoða af alvöru á næstu vikum og mánuðum:

HÉR ERU NOKKUR DÆMI UM FORVARNARGILDI VERKEFNA SEM ÞESSARA FYRIR SVEITARFÉLÖG:

*Að seinka einum eldri borgara um eitt ár inn á dvalar- og hjúkrunarheimili jafngildir því að geta unnið með um 80-100 eldri borgara í forvarnarleiðinni.

*Að seinka 100 eldri einstaklingum á landinu um eitt ár inna á dvalar og hjúkrunarheimili jafngildir ávinningi um 1.3 miljarða króna.

* FYRIR UTAN STÓRBÆTT LÍFSGÆÐI ÞÁTTTAKENDA

Hér er um nýja nálgun á sviði heilsu og velferðarmála að ræða sem þarf að taka alvarlega og veita athygli; hún er öllum til tekna, bæði þeim sem stjórna ríki og sveitarfélögum en ekki síst þeim sem tekur þátt og vill dveljast lengur í sjálfstæðri búsetu eða geta sinnt athöfnum daglegs lífs lengur. Janus segir mikilvægt að vinna gegn þáttum sem stuðla að þróun kyrrsetulífsstíls með aukinni daglegri hreyfingu, breyttri og bættri matarmenningu, nægum svefni og breyttum hugsunarhætti. „Ýmislegt er gert til að þessir þættir nái fram að ganga en þeir falla allir undir þá áætlun sem þátttakendur eru nú að fylgja. Lífsstílsbreyting er maraþonhlaup en ekki spretthlaup. Það sem skiptir máli fyrir þátttakendur er að viðhalda þeim lífsstílsbreytingum sem þegar hafa litið dagsins ljós eða eiga eftir að gera það að lokinni sex mánaða þjálfun. Því er nauðsynlegt að styðja þau áfram í þessu breytingarferli hafi þau áhuga að halda því áfram.“

Frekara efni:

https://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/frettir/samningur-um-heilsueflingu-eldri-borgara-i-hafnarfirdi

http://www.vf.is/mannlif/fjolthaett-heilsuefling-fyrir-eldri-aldurshopa-65–i-reykjanesbae/80914

Mynd: Frá Hrafnistuhlaupinu. OBÞ