Eva Lind Helgadóttir er 37 ára gömul þriggja barna móðir frá Hafnarfirði sem býr nú í Sviss. Eva Lind hafði ekki stundað hlaup að ráði er hún ákvað um síðustu áramót að taka þátt í Jungfrau-maraþoninu sem eru hvorki meira né minna en 42,2 kílómetrar og 1800 metra hækkun og fer fram í svissnesku ölpunum. Tilefni hlaupsins er einstakt en Eva Lind hleypur til styrktar tveimur ungum bræðrum og frændum sínum, Sindra Dan og Snævari Dan Vignissonum, en faðir þeirra, Vignir Grétar Stefánsson, lést fyrir aldur fram þann 16. desember síðastliðinn.

Eva Lind með bræðrunum, Sindra Dan (7) og Snævari Dan (5)

Eva Lind með bræðrunum, Sindra Dan (7) og Snævari Dan (5)

Eftir hið sviplega andlát Vignis komst fjölskylda hans að því að líftrygging hans hafði ekki verið endurnýjuð. Þá ákvað Eva Lind Helgadóttir að safna liði og stofnaði Framtíðarsjóð Vignissona til styrktar bræðrunum ungu sem nú ganga í gegnum erfiða tíma.

Framtíðarsjóður Vignissona

Á Facebook-síðunni „Framtíðarsjóður Vignissona“ er hægt að fylgjast með hópnum í hlaupinu upp á toppinn. Hægt er að hringja í styrktarlínurnar 9052001, 9052003 og 9052005 og leggja þannig málefninu lið (1.500, 3.000 og 5.000 krónur). Einnig hefur verið opnaður styrktarreikningur í nafni Júdódeildar Ármanns: 515-14-411231, kt. 491283-1309. Margt smátt gerir eitt stórt!

https://www.facebook.com/vignissynir/